6. bekkingar í Álftanesskóla fá reiðhjólahjálma að gjöf

4. maí 2010

Margar deildir Rauða krossins hafa til margra ára haft það verkefni í lok skólaárs að gefa börnum reiðhjólahjálma. Er þetta liður í forvarnastarfi félagsins í skyndihjálp og forvörnum.

Fulltrúar Álftanesdeildar Rauða kross Íslands, Helga Bragadóttir og Fjóla S. Ólafsdóttir færðu nemendum 6. bekkjar Álftanesskóla reiðhjólahjálma að gjöf frá deildinni. Við það tækifæri var rætt við nemendur um öryggi í umferðinni og afleiðingar slysa.

Flestir nemendur vissu hversu mikilvægt er að nota hjálma og ein stúlka sagði frá því hvernig hjálmur hefði bjargað lífi hennar þegar slys varð og hún meiddist lítilsháttar en hjálmurinn brotnaði. 

Hægt er að skoða myndir frá afhendingunni á Fésbókinni