Lýkur við hundruðustu peysuna

5. ágú. 2010

Sigríður Björnsdóttir er sjálfboðaliði í Hafnarfjarðardeild Rauða krossins. Hún hefur lagt sitt af mörkum með þátttöku í landssöfnunum Rauða krossins Göngum til góðs en bætti um betur fyrir ári síðan þegar hún hóf þátttöku í verkefninu „Föt sem framlag" þegar söfnun hófst á ungbarnapökkum sem sendur voru til neyðaraðstoðar í Hvíta Rússlandi. Á myndinni sést hún ljúka við að prjóna hundruðustu peysuna, auk þess hefur hún prjónað nokkrar húfur, hosur og bleijubuxur.
 
Þegar Sigríður frétti af þessu verkefni var hún nýlega búin að minnka við sig vinnu og hafði því yfir meiri frítíma að ráða. Sá hún strax að þetta væri eitthvað fyrir sig þar sem hún hefur gaman af handavinnu en jafnframt engan áhuga á því að gera eitthvað sem engan tilgang hefur. Þarna gæti hún slegið tvær flugur í einu höggi.