Leitum að laganemum og lögfræðingum

30. ágú. 2010

Frá því sumarið 2009 hefur hópur laganema og lögfræðinga starfað sem sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins við réttindagæslu hælisleitenda. Sjálfboðaliðarnir hafa aðstoðað hælisleitendur á fyrstu stigum málsmeðferðar á þeim tíma sem þeir hafa ekki átt rétt á aðstoð lögmanns af hálfu hins opinbera.

Nú leitum við að nýjum sjálfboðaliðum til að bætast í hóp starfandi réttindagæslu sjálfboðaliða. Leitað er að lögmönnum eða laganemum (þurfa að vera komnir á þriðja ár laganáms eða lengra) með áhuga á málaflokknum.

Sjálfboðaliðar fylgja hælisleitendum í skýrslutökur og viðtöl hjá lögreglu og Útlendingastofnun og aðstoða við gerð greinargerða til Útlendingastofnunnar.

Undirbúningsnámskeið verða haldin dagana 6. og 7. september (eftir almennan vinnutíma) og munu fulltrúar frá Flóttamannastofnun Sameinuðuþjóðanna annast hluta af kennslunni.

Umsóknum um þátttöku í verkefninu skal skilað til Áshildar Linnet hjá Hafnarfjarðardeild Rauða krossins með tölvupósti til ashildur@redcross.is eigi síðar en fimmtudaginn 2. september.