SJÁ 102 í Flensborgarskóla

1. sep. 2010

Áfanginn SJÁ102 er að fara í gang þessa haustönnina í Flensborgarskóla. Nemendur geta tekið þátt í sjálfboðnu starfi hjá Hafnarfjarðardeild Rauða krossins, farið á námskeið og lagt sitt af mörkum í fjáröflunarverkefni og fengið 2 einingar fyrir.

Meðal verkefna í boði eru: Heimsóknavinir, störf í Læk - athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, ungmennastarf og starf í Rauða krossbúðinni. Nemendur fá fræðslu um hugsjónir og störf Rauða kross hreyfingarinnar og sækja annað námskeið fyrir sjálfboðaliða. Einnig munu nemendur vinna kynningar- og fjáröflunarverkefni. Nemendur skrifa dagbók um vinnu sína. Áfanginn byggir á hugmyndum um þátttökunám (service learning) og er próflaus.

Tengiliðir
Hafnarfjarðard. RkÍ: Kolbrún Guðmundsdóttir, kolbrung@redcross.is s: 565-1222,
Flensborgarskóli: Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, hrafnkell@flensborg.is, s. 692-0092
 
Mikilvægi sjálfboðins starfs
Starf Rauða krossins er borið upp af sjálfboðaliðum og stjórnast aldrei af hagnaðarvon. Sjálfboðaliðar leggja af mörkum ólaunaða vinnu og hugvit í þágu meðbræðra sinna og systra.
 
Rauði kross Íslands ber ábyrgð á þjálfun og fræðslu til sjálfboðaliða svo að mæta megi þörfum samfélagsins fyrir mannúðarstörf. Rauði krossin er öllum opinn til sjálfboðinna starfa. Lagt er til að sjálfboðaliðar kynni sér vel hvað er í boði innan hreyfingarinnar og finni sér verkefni sem þeir hafa áhuga á og möguleiki er á að þeir sjálfir hljóti góða reynslu af.
 
Allir sjálfboðaliðar Rauða krossins skrifa undir sjálfboðaliðasamning sem felur í sér að þeir fallast á að vinna undir sjö grundvallarmarkmiðum hreyfingarinnar en jafnframt skuldbindur Rauði kross Íslands sig til að sjúkratryggja sjálfboðaliða á meðan þeir sinna sjálfboðaliðastörfum.