Vel heppnuð bæjarhátíð

2. sep. 2010

Bæjarhátíð Mosfellinga, Í túninu heima, sem fram fór síðustu helgi, var mjög vel heppnuð. Mismunandi hverfalitir prýddu allan bæinn og svo heppilega vildi til að húsnæði Kjósarsýsludeildar Rauða krossins, Þverholt 7 var einmitt í rauða hverfinu.

Deildin var með kynningarbás í íþróttahúsinu Varmá og kaffi fyrir sjálfboðaliða og velunnara deildarinnar að hátíð lokinni. Gaman var að finna áhuga og velvilja bæjarbúa á starfi Rauða krossins og þökkum við öllum kærlega fyrir innlit í básinn og kaffið!