Sam-Frímúrarareglan færir Konukoti gjöf

17. sep. 2010

Konukot, athvarf Rauða krossins fyrir heimilislausar konur, fékk í vikunni til sín góða gesti. Það voru meðlimir Sam-Frímúrarareglunnar, Le Droit Humain (sem á frönsku merkir mannréttindi eða mannlegt réttlæti) sem færðu athvarfinu styrk að upphæð 200 þúsund krónur.

Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur, samstarfsverkefni Reykjavíkurdeildar Rrauða kross Íslands og Reykavíkurborgar. Nánar um Konukot með því að smella hér.