Ný stjórn URKÍ-Kjós

1. mar. 2012

Aðalfundur ungmennadeildar Kjósarsýsludeildar (URKÍ-Kjós) var haldinn á þriðjudag.  Eftir öll venjuleg aðalfundarstörf voru markmið árisins 2012 rædd og er margt spennandi á döfinni hjá hópnum.

Ungmennadeildin var stofnuð í mars 2010 og gegndi Ágústa Ósk Aronsdóttir formennsku fyrstu tvö árin. Nýr formaður er Arnar Benjamín Kristjánsson, en aðrir stjórnarmenn eru:  Sturla Friðriksson ritari, Hilmar Loftsson gjaldkeri, Þrúður Kristjánsdóttir varaformaður og Hekla Sigurðardóttir sem vantar á myndina.

Aðal verkefni URKÍ-Kjós er að halda utan um starf Mórals (13-16 ára hópsins).  Markmið þeirra fyrir árið 2012 er að ná inn fleiri ungum sjálfboðaliðum með því að bjóða upp á áhugaverð verkefni eins og heimanámsaðstoð, samstarf við skyndihjálparhóp höfuðborgarsvæðisins, vinadeildarsamstarf við Mallow á Írlandi og fleira.  Eins ætla þau að halda áfram að vera öflug í verkefninu "Á flótta".

Til að fá nánari upplýsingar um starfsemi URKÍ-Kjós má hafa samband við Kjósarsýsludeild í netfangi kjos@redcross.is eða Arnar Benjamín formann í netfangi arnarbenjamin@gmail.com.