Rauði krossinn kallaður út vegna bruna í Tunguseli

2. mar. 2012

Viðbragðshópur Rauða krossins var kallaður út í nótt vegna bruna í fjölbýlishúsi í Tunguseli í Reykjavík.

Bíll Reykjavíkurdeildar, frú Ragnheiður, var sendur á staðinn ásamt fimm sjálfboðaliðum. Rætt var við íbúa hússins og þeim boðin aðstoð sem á þyrftu að halda.

Allir íbúar fundu sér gistingu hjá aðstandendum og útkallinu var lokið um tveimur klukkustundum eftir að það hófst.