Tombólukrakkar í bíó

6. des. 2010

Mikil stemning var í Laugarásbíó nú um helgina á degi sjálfboðaliðans, 5. desember, þegar kvikmyndahúsið bauð öllum krökkum sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu og voru með tombólu á árinu í bíó. Myndin sem var sýnd heitir Arthúr 3 en hún kom út í nóvember á þessu ári.

Tæplega einni milljón króna var safnað af 550 börnum á liðnu ári og er það met framlag frá þessum yngsta hópi styrktarmanna Rauða kross Íslands.
Framlögin eru alltaf notuð til að aðstoða börn víða um heim og vegna þess hve margir krakkar báðu Rauða krossinn um að senda peninginn sem þau söfnuðu til barna á Haítí voru þeir allir sendir þangað að þessu sinni.

Vegna þessa geta nú að minnsta kosti 170 börn á Haítí fengið skólatöskur, bitabox, boli, stílabækur, penna og blýanta. Slíkir hlutir skipta miklu máli fyrir börn sem vilja læra en þurfa aðstoð frá Rauða krossinum.

Það var Ungmennadeild Rauð krossins í Reykjavík sem stóð fyrir uppákomunni og auðvitað voru teknar myndir. Skoðið myndirnar á facebook.