Ný stjórn URKÍ-Kjós

3. mar. 2011

Aðalfundur Ungmennadeildar Kjósarsýsludeildar RKÍ (URKÍ-Kjós) var haldinn í gær. Ár er liðið síðan deildin var stofnuð, en megin markmið hennar er að skipuleggja og stýra ungmennastarfi innan Kjósarsýsludeildar.

Helstu verkefni síðasta árs voru:
- Mórall, ungmennahópur fyrir 13-16 ára
- Sameiginlegir viðburðir með öðrum deildum höfuðborgarsvæðisins
- Sumarnámskeið fyrir 7-12 ára börn
- Kynningar í grunnskólum og framhaldsskólum
- Heimanámsaðstoð
 
Framkvæmdaáætlun næsta árs var kynnt og eru spennandi tímar framundan hjá URKÍ-Kjós.  Helsta nýjungin er að koma á reglulegum ungmennakvöldum þar sem spennandi dagskrá verður í boði.
 
Stjórn URKÍ-Kjós er þannig skipuð:  Ágústa Ósk Aronsdóttir (formaður), Arnar Benjamín Kristjánsson (gjaldkeri), Þrúður Kristjánsdóttir, Hilmar Lofsson og Hekla Sigurðardóttir (vantar á mynd). Á myndinni er einnig Gísli Friðriksson, formaður Kjósarsýsludeildar.