Markaður Kópavogsdeildar á laugardaginn

15. apr. 2011

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur markað á morgun, laugardaginn 16. apríl kl. 11-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2.hæð.

Markaðurinn er lokaverkefni nemenda Menntaskólans í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Einnig koma sjálfboðaliðar úr ýmsum öðrum verkefnum Kópavogsdeildar að markaðnum, ungir sem aldnir.

Til sölu verður fjölbreytt úrval af handverki sjálfboðaliða líkt og prjóna- og saumaverk fyrir allan aldur, treflar, ennisbönd, peysur og fallegar handunnar ljósaseríur. Auk þess hafa yngstu sjálfboðaliðar deildarinnar útbúið lyklakippur og sælgæti sem einnig verður til sölu. Þá verður veglegur kökubasar á staðnum.

Hér er tækifæri til að verða sér úti um góðgæti fyrir helgina, fallegt handverk, setja það jafnvel í afmælispakka, gefa sem sumargjafir og styrkja um leið gott málefni!