Ungir heimsóknavinir

25. maí 2011

Verkefnið Ungir heimsóknavinir er samstarfsverkefni Kjósarsýsludeildar Rauða krossins, dvalarheimilisins Hlaðhamra, Lágafellsskóla og Varmárskóla. Sjálfboðaliði deildarinnar sækir krakka úr sjöttu og sjöunda bekkjum í skólann og röltir með þeim á Hlaðhamra. Þar fá þau að skoða heimilið, heimsækja heimilismenn og spjalla við þá.

Í gær fóru nemendur Varmárskóla í heimsókn á Hlaðhamra og var það síðasta heimsókn þessa skólaárs. Krakkarnir voru einstaklega kurteis og áhugasöm og höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja.  Klara Klængsdóttir, sem er gamall kennari úr Varmárskóla, sýndi krökkunum herbergið sitt og sagði frá því hvernig lífið var í Mosfellsbæ þegar hún var að alast þar upp og kenna á Brúarlandi. Klöru fannst gaman að heyra að hluti af Krummaklett, sem sprengdur var upp þegar Eirhamrar voru byggðir, er nú fyrir utan leikskólann Hlaðhamra.

Verkefnið hefur gengið einstaklega vel í vetur og er tilhlökkunarefni að taka upp þráðinn þegar skólar hefst aftur í haust.