Skyndihjálparhópur að störfum

8. júl. 2011

Nýstofnaður skyndihjálparhópur deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hefur nóg fyrir stafni þessa dagana. Síðustu vikur hafa sjálfboðaliðar hópsins heimsótt fjölmörg sumarnámskeið Rauða krossins og verið með stuttar skyndihjálparkynningar. Þá er hópurinn duglegur við að halda fundi og þróa starfið. Flestir fundir hópsins eru með þjóðfundarsniði þar sem tryggt er að skoðanir allra komi fram.

Hópurinn hefur sett sér metnaðarfull markmið um að fjölga þátttakendum á skyndihjálparnámskeiðum Rauða krossins verulega og ætlar að nýta til þess ýmsar leiðir eins og heimsóknir til fyrirtækja og stofnana, skyndihjálparkynningar í verslunarmiðstöðvum, fjölbreytta útgáfu kynningarefnis og bæjarhátíðir.

Allir fundir hópsins enda á stuttri skyndihjálparæfingu þar sem ýmist eru sviðsett slys eða æfðir tilteknir þættir skyndihjálpar.

 

 Addý skyndihjálparleiðbeinandi og hópfélagi kennir þátttakendum á sumarnámskeiðinu Mannúð og menning í Mosfellsbæ endurlífgun á ungabarni.
 
 Æfing skyndihjálparhósins að loknum hópfundi.