Rauði krossinn virkjaður vegna slyss í Múlakvísl

12. júl. 2011

Deildir Rauða krossins á Vík og á Kirkjubæjarklaustri voru virkjaðar í dag vegna bílslyss í Múlakvísl. Í bílnum voru 17 farþegar sem voru á leið austur en slysið átti sér stað þegar verið var að ferja farþegana yfir ána.

Opnaðar voru fjöldahjálparstöðvar og sjálfboðaliðar deildanna voru í viðbragðsstöðu til að veita farþegum aðhlynningu og sálrænan stuðning.