Rauði kross Íslands tekur þátt í Hönnunarmars

22. mar. 2012

Í gamla Sautján húsinu að Laugavegi 89 verður mikið um að vera á Hönnunarmars sem stendur yfir dagana 22.- 25.mars. Þar hafa 37 íslenskir fata- og skartgripahönnuðir komið upp aðstöðu til að sýna nýjustu framleiðslu sína. Gestum gefst kostur á að hitta hönnuðina og gera góð kaup.

Rauðakrossverslun verður opnuð í kjallaranum og hefur fatnaðurinn sem þar er til sölu verið sérstaklega valinn fyrir þetta tilefni. Þar munu því leynast gersemar á góðu verði sem vert er að kíkja á. Allur ágóði af sölu í Rauðakrossversluninni rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins.

Hugmyndina að ATMO hönnunarhúsi eiga  Ásta Kristjánsdóttir og Munda-teymið.

Í viðtali við Ástu Kristjánsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu í dag, 22.mars, segir hún ; "„Veitingahúsið Gló með Sollu hráfæðismeistara verður með létta rétti og boost-drykki. Kaldi verður með bar á efstu hæðinni þar sem hægt verður að fá lífrænt ræktaðan bjór. Hugleikur verður með bóksölu á sömu hæð.

Barnafatnaður er í boði ekki síður en barnaleikföng. Krumma er með risastóran helli þar sem börnin geta leikið sér og Ígló verður með teiknimyndasamkeppni fyrir börn.

Þá er dekur í boði fyrir konur, meðal annars Babyliss-hárbar þar sem hægt er að prófa ýmsar hárgreiðslur. Það verður því upplifun fyrir fólk að koma hingað. Mjög margt að gerast,"

Húsið er opið fimmtudag, föstudag  og laugardag frá 11-20 og sunnudag frá kl.13 -17.00.