Undirbúningur fyrir Risabasar í fullum gangi

11. apr. 2012

Undirbúningur fyrir Risabasar Kópavogsdeildar á laugardaginn næstkomandi er nú í fullum gangi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg. Basarhópurinn hefur hist alla þriðjudaga í haust til að útbúa handverk á basarinn en ungmennin í hönnunarhóp Plússins eiga einnig vörur á basarnum. Þá hafa sjálfboðaliðar í Föt sem framlag einnig lagt til vörur á basarinn. Öllum söluvörunum verður svo raðað upp í salnum á föstudaginn og allt gert tilbúið fyrir þennan Risabasar.

Nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið starf munu einnig taka þátt í uppsetningu markaðarins og vera með veglegan kökubasar á sjálfan daginn. 

Basarinn verður opinn kl. 12-16 og hægt verður að kaupa fjölbreytt úrval af ýmsum varningi. Prjóna- og saumavörur á börn og fullorðna, hárskraut, sokka, vettlinga og margt fleira. Allur ágóði rennur til verkefna deildarinnar innanlands.

Kópavogsdeild vill hvetja sem flesta til að koma og styrkja gott málefni.