Viðbragðshópur Höfuðborgarsvæðisins - námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða.

30. maí 2012

 

Viðbragðshópur Höfuðborgarsvæðisin getur bætt við sig fleiri sjálfboðaliðum. Næsta námskeið fyrir verðandi félaga í viðbragðshóp er fyrirhugað 12.-13. júní á milli klukkan 17:00-21:00.
 
Viðbragðshópurinn sinnir neyðaraðstoð fyrir óslasaða þolendur á vettvangi bruna, vatnstjóna, rýmingar húsa og annarra alvarlegra atburða sem lenda utan skipulags almannavarna. 
 
Hópfélagar taka bakvaktir eina viku í senn. Þeir taka námskeið áður en þeir hefja störf, m.a. í sálrænum stuðningi og úrlausnum eftir tjón. Hópurinn starfar undir Neyðarnefnd höfuðborgarsvæðis sem velur einstaklinga í hópinn. Sjálfboðaliðar þurfa að vera búnir að ná 23 ára aldri. 
 
Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í þessu verkefni endilega hafið samband við [email protected]  fyrir mánudaginn  4. júní næstkomandi.