Heimsóknavnanámskeið

29. jan. 2013

Námskeið fyrir nýja heimsóknavini

Námskeið fyrir nýja heimsóknavini verður haldið þriðjudaginn 29. janúar kl. 17:30

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Rauða krossins í Reykjavík að Laugavegi 120, 5. hæð
(Aríonbanka húsið við Hlemm - gengið inn Rauðarárstígsmegin).

 

Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

Tilgangur þjónustunnar er að vera til staðar fyrir þá sem á því þurfa að halda.

Markmiðið er að rjúfa einangrun og sýna vináttu.

Gestgjafi og heimsóknavinur gera samkomulag um hversu tíðar heimsóknirnar eru, en venjulega er miðað við einu sinni í viku.

Hvað gert er fer allt eftir óskum gestgjafa. Margir kjósa að lesa saman, hlusta á tónlist eða útvarp, spila, tefla, föndra eða tala saman. Einnig fara margir í göngu- eða ökuferðir eða fara saman á kaffihús eða bíó.

SKRÁNING HÉR

Nánari upplýsingar veitir Kristín Helga verkefnastjóri heimsóknavina - netfang:kristinhelga@redcross.is eða í síma 545-0409