Kjör stjórnar á aðalfundi Rauða krossins í Reykjavík 2013 - Auglýsing eftir tilnefningum

8. feb. 2013

Kjör stjórnar á aðalfundi Rauða krossins í Reykjavík (RkR) 2013

Auglýsing eftir tilnefningum

Á næsta aðalfundi RkR sem haldinn verður þann 14. mars nk. kl 17:00 er kjör nýrra stjórnarmanna á dagskrá. Kosið verður um formann til tveggja ára, tvö sæti aðalmanna til tveggja ára og tvö sæti varamanna til eins árs.

Sjálfboðaliðar og aðrir félagsmenn RkR eru hvattir til að bjóða sig fram, hafi þeir áhuga á að stjórnarsetu. Einnig eru sjálfboðaliðar og aðrir félagsmenn hvattir til að tilnefna aðra aðila sem þeir telja frambærilega til setu í stjórn RkR og mun kjörnefnd hafa samband við þá aðila. Æskilegt er að í tilnefningum komi fram ástæður þess að viðkomandi er tilnefndur.

Tilnefningum skulu sendar Kötlu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra deildarinnar á netfangið katla@redcross.is . Einnig er hægt að póstleggja tilnefningar og skulu þær þá sendar og merktar á eftirfarandi hátt:

Rauði krossinn í Reykjavík
b.t. Kjörnefndar
Laugavegi 120, 4. h.
105 Reykjavík

Óskað er eftir því að tilnefningar berist hið fyrsta eða fyrir 28. febrúar nk.

Kjörnefnd