Lausar stöður hjá Rauða krossinum í Reykjavík

2. júl. 2013

Rauði krossinn í Reykjavík auglýsir eftirfarandi stöður til umsóknar:

Verkefnastjórar Hjálparsíma Rauða krossins 1717

Auglýst er eftir þremur verkefnastjórum Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Um er að ræða 70% starf en verkefnastjórar vinna í teymi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Mikil leikni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði
  • Stjórnunarreynsla æskileg

Helstu verkefni:

  • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri
  • Öflun, umsýsla og þjónusta við sjálfboðaliða
  • Samvinna við samstarfsaðila
  • Skipulagning starfseminnar
  • Kynning á starfseminni

Umsækjandi þarf að geta hafi störf seinni part sumars.

Nánari upplýsingar um Hjálparsímann 1717 má finna hér á heimasíðu Rauða krossins í Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið gefur Katla Þorsteinsdóttir, á netfanginu [email protected]

Umsóknum skal skila  á skrifstofu Rauða krossins í Reykjavík, Laugavegi 120, 4. hæð, 105 Reykjavík eða á ofangreint netfang fyrir 13. júlí nk.