Jólahlutavelta Ferðafélagsins Víðsýnar

23. okt. 2013

Ferðafélagið Víðsýn hefur hafið sölu á miðum í sína árlegu                                                                  Jólahlutaveltu.

Fjöldi glæsilegra vinninga er að vanda og má nefna þar málverk eftir Tolla, Daða Guðbjörnsson og Guðnýju Svövu frá Strandbergi. Ferðavinningur frá WOW air, bensínúttektir frá Atlantsolíu, leikhúsmiðar og fjöldi gjafabréfa út að borða.

Heildar vinningaskrá má sjá hér að neðan.

Miðaverð er kr. 2000 og er hægt að kaupa miða í VIN - athvarfi, Hverfisgötu 47 eða með greiðslukorti á þessari slóð í gegnum greiðslugátt Valitor.

Allar tekjur af miðasölu renna óskiptar í ferðasjóð Ferðafélagsins Víðsýnar og er nýttur til að niðurgreiða ferðir félagsmanna.

Ferðafélagið Víðsýn var stofnað árið 1999 og er ferðafélag gesta og starfsfólks Vinjar. Markmið ferðafélagsins er að félagsmenn hafi kost á því að ferðast innanlands sem utan. Félagsmenn segja að ferðir Víðsýnar hafa aukið lífsgæði og víðsýni þeirra, en flestir í félaginu treysta sér ekki til að ferðast á „sjálfstæðan” hátt af ýmsum ástæðum.
Árið 2012 gerði fjáröflun ferðafélaginu kleyft að fara í ferð til Berlínar ásamt því að farið var í fjórar dagsferðir innanlands.

VINNINGASKRÁ JÓLAHLUTAVELTU FERÐAFÉLAGSINS VÍÐSÝNAR

·         Olíumálverk eftir Tolla (80 X 60)að verðmæti kr.  350.000,-

·         Olíumálverk eftir Daða  (95x 65) að verðmæti kr.  300.000,-

·         Vatnslitaverk eftir Guðnýju Svövu frá Strandbergi  (30 X 40) að verðmæti kr. 80.000,-

·         Ferð fyrir einn með Wow Air (til London, Kaupmannahafnar eða Berlínar)

·         Bensín / ólíuúttekt frá Atlandsolíu að verðmæti kr. 16.000,-

·         Bensín / ólíuúttekt frá Atlandsolíu að verðmæti kr. 16.000,-

·         Bensín / ólíuúttekt frá Atlandsolíu að verðmæti kr. 16.000,-

·         Leikhúsmiðar fyrir tvo á Hamlet í  Borgarleikhúsinu

·         Leikhúsmiðar fyrir tvo í Þjóðleikhúsið

·         Gjafabréf á veitingahúsið Einar Ben að verðmæti kr. 5.000,-

·         Gjafabréf á veitingahúsið Einar Ben að verðmæti kr. 5.000,-

·         Gjafabréf á veitingahúsið Einar Ben að verðmæti kr. 5.000,-

·         Gjafabréf á Veitingahúsið Við tjörnina að verðmæti kr. 5.000,-

·         Gjafabréf á veitingahúsinu American Style að verðmæti kr. 4.000,-

·         Gjafabréf fyrir tvo í hádegisverð frá Þremur frökkum hjá Úlfari

·         Gjafabréf fyrir tvo í hádegisverð frá Þremur frökkum hjá Úlfari

·         Gjafabréf fyrir tvo í hádegisverðarhlaðborð á veitingahúsinu Aski

·         Gjafabréf fyrir tvo í hádegisverðarhlaðborð á veitingahúsinu Potturinn og pannan

·         Gjafabréf fyrir tvo á veitingahúsið Kryddlegin hjörtu

·         Gjafabréf fyrir tvo í rétt dagsions á veitingahúsið Lifandi markaður

·         Gjafabréf á vöruúttekt eða klippingu á Salon VEH að verðmæti kr. 5.000,-

·         Gjafabréf á klippingu hjá nema á Salon VEH