• _SOS8346-Edit

Ársskýrsla Hafnarfjarðardeildar 2014

17. mar. 2015

Aðalfundur Rauða krossins í Hafnarfirði var haldinn þann 12. mars síðastliðinn. Þar var ársskýrsla deildarinnar fyrir árið 2014 kynnt.

Starfið á árinu 2014 var viðburðarríkt og blásið til sóknar í nokkrum verkefnum. Þar á meðal ungmennastarf og verkefni með hælisleitendum. Önnur stór verkefni héldu einnig áfram og má þar nefna athvarfið Læk sem er rekið í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, heimsóknavini og verkefnið Föt sem framlag en þar er fatnaður lagaður, saumaður og prjónaður fyrir börn í Hvíta-Rússlandi.

Ársskýrsluna í heild sinni má nálgast hér.