• _SOS7335

Listsýning í Læk 2015

28. maí 2015

Á vordögum var haldin listsýning í Læk í tengslum við hátíðina „List án landsmæra“. Sýningin var haldin í listsköpunarherbergi Lækjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, í Hafnarfirði.

Að þessu sinni var mikið um listmuni úr leir sem gerðir voru undir leiðsögn Hafdísar Brands leirlistakonu. Á sýningunni voru einnig málverk og aðrir listmunir og handverk sem gerðir hafa verið í Læk á síðastliðnum vetri.

Margir var um manninn á opnun sýningarinnar þar sem bæði aðstandendur og þeir sem standa að Læk kíktu við.