Rausnarleg gjöf til Kvennaathvarfsins

20. feb. 2006

Drífa Snædal og Þórlaug Jónsdóttir með föndurhópnum sem hittist á hverjum miðvikudegi í húsnæði Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.
Föndurhópur í Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins styrkti Kvennaathvarfið með ágóða af basarsölu 2005, en á hverju ári er valið eitt verðugt verkefni til að styrkja. Styrkurinn var að upphæð 450 þúsund krónur.

?Það er mjög ánægjulegt að geta styrkt svona starfsemi og Kvennaathvarfskonur voru mjög ánægðar og sögðu að þetta framlag kæmi að góðum notum,? sagði Auður Kristjánsdóttir verkefnisstjóri Kvennadeildarinnar.

Föndurhópurinn hittist á hverjum miðvikudegi og býr til muni sem seldir eru til líknarmála. Drífa Snædal fræðslu- og kynningarstýra Kvennaathvarfsins og Þórlaug Jónsdóttir rekstrarstýra hittu hópinn fyrir á dögunum, þáðu veitingar og fræddu konurnar um starfsemi Kvennaathvarfsins.