Skyndihjálparhópur með námskeið í Alviðru

Jón Brynjar Birgisson

25. jan. 2006

Skyndihjálparhópur Reykjavíkurdeildar Rauða krossins hélt austur í Alviðru í Ölfusi helgina 20.-22. janúar síðastliðinn, líkt og hann hefur gert árlega um nokkurra ára skeið, í þeim tilgangi að halda framhaldsnámskeið í skyndihjálp.

Í þetta sinn voru þátttakendur 17, að leiðbeinendum meðtöldum, og voru nokkrir þeirra félagar í nýstofnuðum skyndihjálparhópi á Ísafirði.

Námskeiðið byggist að stórum hluta upp á verklegum æfingum þar sem settir eru upp slysavettvangar sem þátttakendur glíma við í sameiningu.

Alviðra hentar mjög vel til námskeiðahalds af þessu tagi, enda er öll gisti- og kennsluaðstaða til fyrirmyndar auk þess sem útihúsin bjóða upp á spennandi umhverfi til æfinga.

Þátttakendur stóðu sig að vonum mjög vel og verður sérstaklega gaman að fylgjast með þróun starfsins hjá Ísfirðingunum í kjölfarið.

Nánari upplýsingar um skyndihjálparhópinn.