Nemendur Álftamýrarskóla læra um starf Rauða krossins

Ingibjörgu Eggertsdóttur

18. jan. 2006

Nemendur 10. bekkjar Álftamýrarskóla kynntu sér fjölbreytt starf Rauða krossins út um allan heim.
Lífsleiknitímar í 10. bekk Álftamýrarskóla hafa undanfarið verið notaðir til fræðslu um Rauða krossinn. Í byrjun var almenn kynning á hreyfingunni, markmiðum með skólafræðslu Rauða kross Íslands og bekkirnir sáu myndbandið „Æska í skugga ofbeldis," en þar er fjallað um börn í stríði.

Með skólafræðslu Rauða krossins er stefnt að því að nemendur séu sér meðvitaðir um þann mun sem er á aðstæðum fólks, bæði á Íslandi og um allan heim. Einnig að þeir kynnist alþjóðlegri mannúðarstarfsemi og samhjálp.

„Nemendur kynntu sér starfsemi Rauða krossins hér á landi og erlendis og voru hvattir til að kynna sér unglingastarfið og þeim uppálagt að fara inn á heimasíðu félagsins www.redcross.is," sagði Fanný Gunnarsdóttir námsráðgjafi og lífsleiknikennari.

„Einnig fræddust nemendur um grundvallarmarkmið Rauða krossins um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði og sjálfboðið starf," sagði Fanný.

Eftir þessa almennu kynningu var farið í hópavinnu. Nemendur drógu verkefni sem öll tengdust á einn eða annan hátt mannúðarstarfi Rauða krossins. Þar má nefna verkefni um flóttafólk, börn og stríð, mansal, hungur og fátækt, náttúruhamfarir og fleira.

Í lífsleiknitíma kynntu hóparnir vinnu sína með veggspjöldum, glærum, kynningum á tölvutæku formi og sumir hópar dreifðu upplýsingum til nemenda. Einn hópurinn sýndi myndbandið ?When I Think of Angels? eftir KK og sungið af Ellen Kristjánsdóttur. Einnig stóð söfnunarbaukur frá Rauða krossinum í matsal nemenda í nokkra daga. Verkefnin voru metin út frá jafningjamati en þá metur hver og einn nemandi vinnu félaganna.

„Vonandi lærðu nemendur ýmislegt um Rauða kross hreyfinguna, starfið á Íslandi og út um allan heim," sagði Fanný.

„Það var gaman að fá að fylgjast með kynningum nemenda og sjá hve jafningjamat þeirra var sanngjarnt," sagði Fanný að lokum.

Hægt er að skoða vekefni barnanna:

Aðstoð við stríðshrjáða og flóttamenn

Flóttamenn

Stríðshrjáðir flóttamenn

Börn í stríði

Hungur og fátækt

Mansal (1)

Mansal (2)