Flensborgarar flokka föt

11. mar. 2007

Nemendur í lífsleikni við Flensborgarskólann í Hafnarfirði tóku nokkra daga í síðustu viku í að heimsækja Fataflokkunarstöð Rauða krossins í Hafnarfirði.

Þar fengu þau fræðslu um fataflokkunarverkefnið en brettu því næst upp ermar og flokkuðu og pökkuðu fötum í gámasendingar. Samtals voru farnar fjórar ferðir í Fataflokkunarstöðina en nemarnir eru tæplega hundrað.

Sjá albúm.