Afrakstur söfnunar í Rauðkrossvikunni ríflega 500 þúsund krónur

24. okt. 2011

Söfnunin sem Kópavogsdeild stóð fyrir í Kópavogi á fimmtudag, föstudag og laugardag gekk mjög vel og söfnuðust ríflega 500 þúsund krónur. Sjálfboðaliðar deildarinnar stóðu á fjölförnum stöðum í bænum með söfnunarbauka en baukarnir voru einnig staðsettir hjá nokkrum fyrirtækjum. Aksturinn mun nýtast vel í starfi deildarinnar og styrkja þau fjölmörgu verkefni hún sinnir. Deildin þakkar kærlega öllum þeim sem gáfu í söfnunina sem og sjálfboðaliðunum sem stóðu vaktirnar.

Áfram er hægt að styrkja starf deildarinnar með því að leggja inn á reikning hennar 130-26-410816, kt. 530379-0199. Þá er einnig hægt að gerast félagi í Rauða krossinum með því að smella hér og styrkja deildina um 2.000 kr. á ári. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi Rauða krossins sem sjálfboðaliðar geta skráð sig með því að smella hér