Sjálfboðaliði Kópavogsdeildar heiðraður af Rótarý

26. apr. 2007

Rótarýklúbbur Kópavogs hefur útnefnt Önnu Bjarnadóttur, sjálfboðaliða Kópavogsdeildar Rauða krossins, sem Eldhuga ársins 2007 fyrir störf að félags- og mannúðarmálum.

Anna sem er 86 ára húsmóðir hefur í mörg ár leitt hóp sjálfboðaliða Kópavogsdeildar í verkefninu Föt sem framlag sem felst í að sjálfboðaliðar prjóna og sauma fatnað á ungabörn í neyð. Anna hefur einnig verið heimsóknavinur um árabil og tók þátt í að byggja upp starf heimsóknavina Kópavogsdeildar í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.

Kópavogsdeild Rauða krossins heiðraði Önnu á aðalfundi deildarinnar árið 2006. Rauði krossinn óskar Önnu innilega til hamingju með viðurkenninguna frá Rótarý.

Hægt er að sjá frétt Sjónvarpsins af viðurkenningunni hér.