Álftanesdeild gefur hjálma

5. jún. 2007

Fulltrúi Álftanesdeildar Rauða kross Ísland, Helga Einarsdóttir, færði í maí sl. nemendum 6. og 7. bekkjar Álftanesskóla 100 reiðhjólahjálma að gjöf frá deildinni. Við þetta tækifæri voru Hafdís Sigursteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Linda B. Thorlacius umferðaröryggisfulltrúi skólans með fræðslu um öryggi í umferðinni og afleiðingar slysa fyrir sömu nemendur.