Rauðakrossbúðirnar ganga vel

8. ágú. 2007

Sala í Rauðakrossbúðunum á Strandgötu í Hafnarfirði og Laugavegi í Reykjavík hefur verið með besta móti í sumar. Svo virðist sem blíðviðrið í júlímánuði hafi haft kaupaukandi áhrif á landann og er salan í Hafnarfirði til að mynda 100% meiri nú í ár en á sama tíma í fyrra.

Sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum í allt sumar við að flokka föt og sjá til þess að vöruúrvalið haldist spennandi. Haldnir hafa verið útimarkaðir og að sjálfsögðu var útsala í báðum búðum rétt eins og öðrum verslunum.

Rauðakrossbúðirnar eru hluti af fataflokkunarverkefni Rauða kross deilda á höfuðborgarsvæðinu en árlega berast deildunum yfir 1.000 tonn af notuðum fatnaði í gegnum endurvinnslustöðvar Sorpu. Allt fjármagn sem safnast í verkefninu rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins.

Afgreiðslustörf í búðunum eru alfarið unnin í sjálfboðaliðastarfi, rúm er fyrir fleiri sjálfboðaliða og hafir þú áhuga hafðu þá samband við Sigrúnu í Fataflokkun í síma 587-0900 eða við skrifstofur einhverra af Rauða kross deildunum á höfuðborgarsvæðinu.