Sjálfboðaliðar óskast í Konukot

29. ágú. 2007

Þann 1. september 2007 verður opnunartími Konukots, sem nú er kl. 19:00-10:00, lengdur þannig að opið verður frá kl. 17:00-12:00.

Óskað er eftir sjálfboðaliðum til starfa sem geta sinnt verkefninu frá kl. 17:00-19:00. Einnig er óskað eftir nýjum sjálfboðaliðum á hefðbundnar kvöldvaktir eða frá 19:00-23:00. Frekari upplýsingar og skráning í síma 545 0400 eða á vefnum með því að smella hér.

Konukot, næturathvarf fyrir heimilislausar konur er samstarfsverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands og Reykavíkurborgar. Konukot er ætlað konum sem eiga hvergi höfði sínu að halla og þurfa stað til að sofa á. Flestar þeirra eru í neyslu og/eða eiga við geðræn vandamál að stríða.