Opið hús í dag hjá deildum höfuðborgarsvæðis

18. okt. 2007

Þessa dagana leggur Rauði krossinn sig fram um að kynna þau fjölmörgu verkefni sjálfboðaliða sem unnin eru á vegum deilda um allt land. Lögð er megin áhersla á að kynna störf sjálfboðaliða sem miða að því að draga úr einsemd, fordómum og félagslegri einangrun. Að því tilefni opna þrjár deildir á höfuðborgarsvæðinu sjálfboðamiðstöðvar sínar í dag fimmtudag.

Hafnarfjarðardeildin er með opið frá klukkan 10:00 - 20:00 en á milli klukkan 17:30 og 19:00 verða krakkarnir í unglingastarfi Reykjavíkurdeildarinnar í heimsókn í Hafnarfirðinum þar sem þau munu stíga dans saman. Allir velkomnir að taka þátt.
 
Reykjavíkurdeildin er með opið frá klukkan 13:00 - 18:00 og munu prjónakonurnar vera á staðnum á milli klukkan 13:30 og 16:00.

Kópavogsdeildin er með opið frá klukkan 13:00 - 18:00 en klukkan 16:00 mun BYKO framlengja samning sinn um stuðning við  barna- og unglingastarf deildarinnar, Eldhuga og Enter.

Það verður kaffi á könnunni og allir hjartanlega velkomnir.