Urkí Reykjavík heimsóttii Urkí Hafnarfirði

19. okt. 2007

Á opnu húsi í Hafnarfjarðardeild Rauða krossins í gær heimsóttu krakkar úr ungmennastarfi Reykjavíkurdeildar sjálfboðamiðstöðina.

Ungmennin úr Hafnarfirði tóku á móti þeim og var mikið fjör. Byrjað var á því að spjalla saman og fá sér smá hressingu en síðan tók ,,breik-dans" kennari við. Það var hún Natasha sem sýndi frábærar hreyfingar ásamt tveimur nemendum sínum.

Það fór ekki á milli mála að það geta allir dansað breik því krakkarnir fengu að læra nokkur spor eftir sýninguna og voru fljót að ná þeim hreyfingum sem þurfti. Það er því aldrei að vita nema framtíðar breik dansarar hafi tekið sín fyrstu spor í sal Hafnarfjarðardeildar.