Kynningarfundur fyrir fjöldahjálparstjóra

28. okt. 2007

Á þriðjudaginn stóð neyðarnefnd Rauða krossins á höfuðborgasvæðinu fyrir kynningarkvöldi fyrir fjöldahjálparstjóra.  Dagskráin var fjölbreytt. Greint frá störfum neyðarnefndarinnar og viðbragðshópsins á höfuðborgarsvæðinu en honum er ætlað að sinna útköllum utan almannavarnaástands s.s. vegna bruna í íbúðarhúsum, dagskrá vetrarins var kynnt, farið var yfir boðunarkerfi Rauða krossins og fjarskipti. 

Í lok fundarins var hópnum skipt upp í smærri hópa og lagðar nokkrar spurningar fyrir þá. Nokkur umræða skapaðist í hópunum og komust þeir allir að svipuðum niðurstöðum: Halda þarf fleiri æfingar, bæði stórar vettvangsæfingar og litlar skrifborðsæfingar.  Einnig kom fram hugmynd um að búa til æfingar sem hægt væri að hafa á netinu og fólk gæti spreytt sig á til að rifja upp þekkinguna. 

Hóparnir voru sammála um að þörf væri á frekari fræðslu svo sem um samskipti við fjölmiðla, fjarskipti o.fl.  Ánægja var með sjálfboðaliðavef Rauða krossins og voru fundarmenn á því að auka þyrfti við neyðarvarnaefnið á honum.