Jólabasar og jólakort Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar

21. nóv. 2007

Jólakortasala Kvenadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins er í fullum gangi. Fyrirtækið Penninn gaf jólakortin og er þetta annað árið í röð sem Penninn styrkir starf deildarinnar með þessum hætti. Allur ágóði af sölu jólakortanna rennur óskiptur til fatlaðra barna á Íslandi.

Í hverjum pakka eru 5 kort og kosta þau 500 krónur. Hægt er að nálgast jólakortin í sölubúðum Kvennadeildarinnar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi Fossvogi og við Hrinbraut. Einnig verða kortin seld á Jólabasar Kvennadeildarinnar í Kringlunni, 2. hæð næst Herragarðinum, föstudaginn 23. nóvember. Þar verða til sölu handunnir munir.