Rauði krossinn tekur í notkun tetra tæki

26. nóv. 2007

Viðbragðsaðilar neyðarvarna Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu komu saman í síðustu viku til þess að læra á tetra tæki sem Rauði krossinn er að taka í notkun sem hluti af búnaði sínum í neyðarvörnum.

Sérfræðingar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis komu á staðinn og kynntu notkun tækjanna. Einnig var tækifærið nýtt til að ræða samstarf Rauða krossins og Slökkviliðsins og farið yfir ferlið frá tilkynningu bruna til Neyðarlínu þar til viðbragðshópur Rauða krossins er kallaður út. Einnig var farið yfir drög að starfsreglum viðbragðshópsins og neyðarkerra neyðarnefndar skoðuð.

Rauða kross deildir á höfuðborgarsvæðinu standa að viðbragðshópnum. Dæmi um tilfelli þar sem hópnum er ætlað að bregðast við eru neyðaraðstoð fyrir þolendur bruna í heimahúsum, opnun bráðabirgðahúsnæðis og sálrænn stuðningur í kjölfar alvarlegra slysa. Hópurinn samanstendur af sjálfboðaliðum sem hafa lokið fjöldahjálparstjóranámskeiði og verið sérstaklega þjálfaðir fyrir þetta verkefni að auki. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við slökkvilið og lögreglu á svæðinu.

Viðbraðgshópurinn hefur komið sér upp sértækum búnaði sem er geymdur í yfirbyggðri kerru.