Leikskólinn Norðurberg styrkir börn í Malavi

27. des. 2007

 Hafnarfjarðardeild Rauða krossins tók við framlagi leikskólans Norðurbergs til styrktar bágstöddum börnum í Malaví. Með því að vera dugleg og týna dósir í labbitúrum ásamt því að fá dósir að heiman náðu krakkarnir að safna 10.230.- krónum.

Malavi er í suðurhluta Afríku og er meðal fátækustu landa í heimi. Mörg börn eiga enga foreldra og í bænum Nkalo eru rúmlega 4.000 börn sem Rauði kross Íslands hjálpar á ýmsan hátt svo þau geti haldið áfram í skóla. Byggð hafa verið þrjú athvörf og verða peningarnir notaðir til að kaupa borð og stóla, leikföng og skóladót.

Öll börn sem styrktu Rauða krossinn á árinu með því til dæmis að halda tombólur, safna flöskum og selja listaverk geta verið glöð yfir því að hafa aðstoðað börnin í Malaví. Framlag barnanna var um 500 þúsund krónur og á það eftir að gara mikið gagn.