Nemendur í Breiðagerðisskóla láta gott af sér leiða

15. feb. 2008

Nemendur úr þriðja bekk Breiðagerðisskóla gáfu Rauða krossinum um tíu þúsund krónur sem þeir söfnuðu með ýmsum leiðum til styrktar barna úti í heimi sem þurfa á aðstoð að halda. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum í Gambíu, sem eru hér á landi til að kynna sér ýmis verkefni Rauða kross Íslands, tóku á móti söfnunarfénu fyrir hönd félagsins.

Söfnunarféð fer í styrktarsjóð sem rennur til ungmenna- og barnastarfs Rauða krossins víða um heim, til dæmis voru peningar sem söfnuðust árið 2007 notaðir til að hjálpa börnum í Malaví í suðurhluta Afríku.

Nemendurnir fengu sér göngutúr og heimsóttu landskrifstofu Rauða krossins ásamt kennurum sínum og afhendu starfsmönnum söfnunarféð. Nemendurnir fengu fræðslu um hreyfinguna, horfðu á myndband með Hjálpfúsi og fengu síðan að kynnast brúðunni Hjálpfúsi í eigin mynd og taka í höndina á henni en brúðan er aðalleikari í Rauða kross þáttunum Hjálpfús sem sýndir eru í Stundinni okkar. Að lokum fóru nemendur í leik þar sem allir skemmtu sér og svöluðu þorsta sínum með djúsi ásamt kexi áður en þeir héldu aftur í skólann.