Duglegur vinkvennahópur

14. nóv. 2011

Vinkonurnar Helena Ósk Baldursdóttir, Rebekka Rán Kristjánsdóttir, Rakel Rut Kristjánsdóttir, Viktoría Karen Ottósdóttir, Sigrún María Steinsgrímsdóttir og Líf Þórðardóttir föndruðu skraut úr pappa og seldu á Kjalarnesi.  Hver hlutur kostaði 5-10 krónur, en nokkrir gáfu þeim meira og tókst þannig að safna 9.201 krónu, svo þær hafa heldur betur verið duglegar að föndra og selja.

Andvirðið færðu þær Rauða krossinum að gjöf og þökkum við þeim kærlega fyrir!  Allt tombólufé rennur nú til kaupa á bætiefnaríku hnetusmjöri fyrir sveltandi börn í Sómalíu og kemur þessi gjöf því í sérlega góðar þarfir.  Hér má sjá myndir sem teknar voru fyrr í vikunni af afhendingu hjálpargagna frá Íslandi.