Ungir heimsóknavinir

21. nóv. 2011

Verkefnið Ungir heimsóknavinir er unnið í samstarfi við Hlaðhamra / Eirhamra, Lágafellsskóla og Varmárskóla.  Í síðustu viku fóru vaskir krakkar úr Varmárskóla í heimsókn á dvalarheimilið, spjölluðu og sungu fyrir íbúana og kynntu sér starfsemina.

Klara Klængsdóttir sem kenndi í Brúarlandi og Varmárskóla allan sinn starfsaldur, hefur alltaf frá mörgu að segja og finnst gaman að heyra frá krökkunum hvernig skólastarfið gengur fyrir sig í dag.  Á myndinni sem Klara heldur hér á má sjá alla nemendur á Brúarlandi þegar hún var nemandi þar.  Krökkunum fannst mjög skrýtið að allir skólakrakkar Mosfellssveitar og nágrennis hafi rúmast á einni mynd hér áður fyrr!