Færanleg sjálfboðamiðstöð

27. mar. 2008

Í vikunni afhenti IB. ehf. á Selfossi Reykjavíkurdeildinni nýjan Ford Expedition bíl. Bíllinn er keyptu í þeim tilgangi að draga hjólhýsi sem notað verður sem færanleg sjálfboðamiðstöð. Hjólhýsið verður til dæmis notað til að veita fólki skjól eftir eldsvoða, aðstoða ungt fólk af erlendum uppruna með heimalærdóm í hverfum borgarinnar, sjúkragæslu á Menningarnótt og margt fleira. IB ehf. gaf Rauða krossinum góðan afslátt og eiga þeir bestu þakkir fyrir.

Þann 8. apríl næstkomandi verður kynningarfundur á Laugarvegi 120 kl. 20:00 fyrir sjálfboðaliða sem hafa áhuga á að starfa í bílahópi Reykjavíkurdeildarinnar. Hlutverk hópsins er að sjá um minniháttar viðhald bílsins og hjólhýssins, vera sérfræðingar í notkun á hjólhýsinu og aka því þegar á þarf að halda. Kynningarfundurinn er opinn öllum.