Aðventusúpa í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans

2. des. 2011

Sunnudaginn 4. desember kl. 11-13 verður boðið upp á rjúkandi aðventusúpu hjá Kjósarsýsludeild Rauða krossins í Þverholtinu. Tilefnið er alþjóðadagur sjálfboðaliðans og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga ljúfa stund með okkur áður en tekist er á við kuldabola og jólastúss.

Hlökkum til að sjá ykkur!