Metþátttaka í Vin þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var heiðruð

12. jún. 2008

Það var heldur betur tekist á í Vin, athvarfi Rauða krossins þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem nýverið lét af störfum sem forseti Skáksambandsins, var heiðruð með hraðskákmóti. 27 þátttakendur skráðu sig til leiks, og það á mánudegi kl. 13:00, en áður höfðu flestir mætt þar á Morgan Kane skákmótið í fyrra, átján manns.

Margir sterkir skákmenn voru með og nokkrir af efnilegustu ungu skákpiltum og –stúlkum landsins, m.a. Íslandsmeistaralið Rimaskóla og þau Jóhanna Björg og Birkir Karl úr heimsmeistaraliði Salaskóla í grunnskólaskák, árið 2007. Fyrir mótið fór Robert Lagerman, skákstjóri, yfir reglur og lagði línur.

Eftir þrjár umferðir var veislukaffi, glæsilegt hlaðborð. Fyrir fimmtu og síðustu umferð var ljóst að Björn Þorfinnson og Davíð Kjartansson myndu tefla úrslitaskák enda báðir með fullt hús. Björn hafði betur í hörku viðureign.

Ari Gísli Bragason og Eiríkur Ágúst frá Bókinni efh voru á staðnum og afhentu öllum þátttakendum vinninga, bækur sem sérvaldar voru af þessu tilefni. Einnig var happadrætti þar sem Aron Ingi Óskarsson hreppti skákborð, áritað af sjálfum Garry Kasparov, ásamt eðalskákköllum. Virtist hann allsáttur með það. Finnur Kr. Finnsson krækti í gjafakort - miða fyrir tvo - í Borgarleikhúsið.

Skákfélagið Hrókurinn hóf að standa fyrir æfingum í Vin fyrir fimm árum síðan og nú er Skákfélag Vinjar orðið aðili að Skáksambandi Íslands.

Úrslit:
1. Björn Þorfinnsson              5 vinningar.

Þórdís Rúnarsdóttir, forstöðumaður Vinjar, hélt stutta tölu og þakkaði Guðfríði Lilju fyrir þann hlýja hug sem hún hefur sýnt starfsemi
athvarfsins í gegnum tíðina og þá aðstoð sem hún hefur veitt skákfélaginu þar á undanförnum árum.

2. Davíð Kjartansson              4
3. Hjörvar Steinn Grétarsson  4
4. Pétur Atli Lárusson            4
5. Robert Lagerman                4
6. Vigfús Ó. Vigfússon          3,5
7-12 með þrjá voru:
Arnljótur Sigurðsson,
Hörður Aron Hauksson,
Sigríður Björg Helgadóttir og
Sigurjón Friðþjófsson.

13-16 með 2,5 vinningar voru:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
Björn Sölvi Sigurjónsson.
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og
Finnur Kr. Finnsson.

Aðrir komu svo í humátt á eftir...