Fjölþjóðlegur saumaklúbbur

10. nóv. 2008

Á dögunum var stofnaður fjölþjóðlegur saumaklúbbur hjá Rauða krossinum. Hugmyndina að stofnun klúbbsins átti Alice Kimani frá Kenýa en hana hefur lengi langað til að taka þátt í saumaklúbbi.

Klúbburinn er ætlaður öllum áhugasömum konum jafnt íslenskum sem erlendum. Markmiðið er að skapa skemmtilegan vettvang fyrir konur til að kynnast, spjalla og eiga notalega stund saman. Klúbbfélagar skiptast á að koma með veitingar og er ætlunin að hittast einu sinni í mánuði.

Á fyrsta klúbbkvöldi mættu fimmtán konur af fjórum þjóðernum. Það ríkti góð stemning og var mikið hlegið sem lofar svo sannarlega góðu fyrir framtíðina. Næsti saumaklúbbur verður fimmtudaginn 20. nóvember og hefst átta til hálf níu í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins Strandgötu 24.

Áhugasamar konur eru hvattar til að taka þátt og láta sjá sig í næsta saumó. Allar nánari upplýsingar má fá í síma 565-1222 eða með því að sena tölvupóst á hafnarfjordur@redcross.is