Jólaföndur og jólabakstur í fangelsinu í Kópavogi

25. nóv. 2008

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sáu um jólaföndur í fangelsinu síðustu tvo laugardaga fyrir þá sem sitja af sér dóm þar. Beiðni barst frá fangelsinu um aðstoð sjálfboðaliðanna til að auka afþreyingu fyrir fólkið sem situr þar inni og koma af stað dálitlum jólaundirbúningi. Fyrstu laugardagana í desember munu sjálfboðaliðar svo sjá um að leiðbeina fólkinu í jólabakstri.

Síðustu mánuði hefur einnig heimsóknavinur á vegum deildarinnar heimsótt einn fangann sem kemur erlendis frá og fær því fáar heimsóknir í fangelsið. Heimsóknavinurinn talar sama tungumál og fanginn og hefur koma hans því veitt honum mikinn félagsskap.