Duglegar tombólustelpur

6. jan. 2012

Þessar flottu vinkonur eru skólasystur í 4. bekk Varmárskóla.  Þær heita Elín og Kristín Hafsteinsdætur, Emelía Sól Arnardóttir og Björk Ragnarsdóttir.  Stelpurnar gengu í hús í Mosfellsbæ með tombóludót í kassa og buðu til sölu.  Alls söfnuðust 2.562 krónur sem þær færðu Rauða krossinum að gjöf.

Við þökkum stelpunum kærlega fyrir þeirra framlag.  Tombólusjóður er alltaf notaður til að aðstoða önnur börn víða um heim.  Árið 2011 söfnuðu um 500 börn á Íslandi fyrir Rauða krossinn og var peningurinn sendur til barna sem áttu bágt vegna jaðskjálftans 11. mars í Japan og hungursneyðarinnar í Sómalíu.