Æskan og ellin

9. jan. 2012

Æskan og ellin er samstarfsverkefni Kjósarsýsludeildar, Varmárskóla, Lágafellsskóla og Hlaðhamra / Eirhamra.  Verkefninu er ætlað að brúa bil milli kynslóðanna og hefur þróast út í árvissa tilhlökkun í að heimsækja og fá heimsókn frá sjöundu bekkingum skólanna á aðventunni.

Krakkarnir pökkuðu inn jólagjöfum, bjuggu til kort handa íbúum Hlaðhamra / Eirhamra og færðu þeim að gjöf nú rétt fyrir jólin.  Heimsóknirnar tókust einstaklega vel og eru allir farnir að hlakka til heimsókna fyrir næstu jól.