Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík býður upp á ókeypis sumarnámskeið fyrir börn

20. apr. 2009

Í júní og júlí mun Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík bjóða upp á ókeypis námskeið í Mannúð og Menningu, fyrir börn á aldrinum 7-12 ára. Námskeiðin byggja á ýmis konar fræðslu og leikjum sem miða að því að börnin tileinki sér mannúðarhugsjón Rauða krossins og tengi hana við sitt daglega líf. Námskeiðin eru blanda af fræðslu, útiveru og leikjum. Meðal efnis er; undirstöðuatriði skyndihjálpar, umhverfismál, skapandi leikir, saga og starf Rauða krossins, fjölmenningarlegt samfélag og uppskeruhátíð.

Námskeiðin hafa ekki áður verið ókeypis en vegna efnahagsástandsins ákvað Rauði krossinn í Reykjavík að bjóða í sumar upp á þessi námskeið frítt – til að létta undir með foreldrum og heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Boðið verður upp á sex námskeið fyrir aldurshópana 7-9 ára og 10-12 ára. Hvert námskeið er ein vika, þau fyrstu hefjast mánudaginn 8. júní. Námskeiðin standa yfir frá mánudegi til föstudags frá kl. 09:00-16:00. Einn verkefnastjóri er með hvert námskeið og með honum eru tveir til þrír leiðbeinendur.

Pláss er fyrir 25 börn á hvert námskeið sem þýðir að 300 börn komast á ókeypis námskeið í sumar hjá Rauða krossinum í Reykjavík. Hægt er að skrá sig hér.
 
Komið er með börnin á morgnana í húsnæði Rauða krossins í Reykjavík að Laugavegi 120 og þau sótt þangað að námskeiði loknu. Hádegismatur og ferðakostnaður er í boði Rauða krossins í Reykjavík en þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti.

Berglind Rós Karlsdóttir, forstöðukona Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands veitir nánari upplýsingar um námskeiðin í síma 545-0407 og 663-6653 eða á netfangið berglind@redcross.is.