Mórall fær góða heimsókn frá Írlandi

17. jan. 2012

Í gær fékk Mórall góða heimsókn frá Írlandi.  Maeve O'Reilly sjálfboðaliði frá Cork kom og sagði krökkunum frá Rauða kross starfinu þar. 

Hjá Rauða krossinum í Írlandi er mikil áhersla lögð á skyndihjálp.  Flestir sam gerast sjálfboðaliðar þar fara beint í verkefni tengd skyndihjálp, eins og að vinna á sjúkrabíl.  Einnig er hægt að gerast sjálfboðaliði í handanuddi fyrir eldri borgara, eða húðígræðslu þar sem unnið er með fórnarlömbum bruna og einstaklingum sem vilja láta hylja tattoo og fleira.

Það var fróðlegt og skemmtilegt að heyra frásögn Maeve og þökkum við henni kærlega fyrir komuna.

Mórall er hópur krakka 13-16 ára sem hittist alla mánudaga kl. 20 í Þverholti 7, Mosfellsbæ.  Krakkarnir fræðast um Rauða krossinn, vinna verkefni tengd hugsjónum og starfi Rauða krossins um allan heim, fara í ferðir og hitta aðrar ungmennadeildir.  Það kostar ekkert að vera með okkur.  Komdu og kíktu ef þú þorir....

Viltu vita meira um Móral?  Hafðu þá samband í síma 564 6035 eða sendu póst á kjos@redcross.is.